Spurt og svarað
Hvernig virkar þetta?
AG Vending býður upp á þjónustuleið sem er fyrihafnarlaus og án kostnaðar:
AG Rekstur: AG Vending sér alfarið um rekstur, áfyllingu og sölu á vörum. Úrvalið er sniðið að þörfum staðsetningar sjálfsalans og eina sem þarf er rafmagn og wifi-tenging. AG Rekstur er lausn sem hentar vel staðsetningum þar sem aukinnar þjónustu er þörf en fjármagn skortir til að veita hana. Gott dæmi er íþróttafélög eða skólar.
Hvað er til sölu í sjálfsölunum?
Ef þú leigir eða kaupir sjálfsala, þá er þér í sjálfvald sett hvað er til sölu í þeim.
Ef þú vilt fá sjálfsala sem er rekinn af okkur þá býður AG Rekstur upp á fjölbreytt úrval sem sniðið er að hverri staðsetningu. Hægt er að kynna sér úrvalið hér.
Er hægt að fá sjálfsala með aldurstakmarki?
Að svo stöddu er ekki hægt að bjóða upp á sjálfsala sem geta staðfest aldur kaupanda.
Hvað kostar að fá sjálfsala?
Það kostar ekkert að fá sjálfsala frá AG Rekstri, að uppfylltum þeim skilyrðum að staðsetningin sé það fjölfarin að veltuviðmið upp á 150.000 kr. á mánuði nást.
Leiga á sjálfsala er frá 65.000 + vsk. á mánuði og í sölu frá 1.700.000 + vsk.
Geta bara verið vörur frá Ölgerðinni eða CCEP?
AG Vending er óháð fyrirtæki og selur drykki frá öllum framleiðendum allt eftir þörfum neytenda.