Sjálfvirkar
lausnir.
AG Vending er fyrirtæki sem selur og rekur sjálfvirkar smásölulausnir.
Fyrirtækið var stofnað af Sigurði Pálma Sigurbjörnssyni og Stefáni Melsted með það að markmiði að koma nýjum sjálfsafgreiðslulausnum á markaðinn.
AG Vending rekur nú tugi sjálfsala um höfuðborgarsvæðið en þeir eru þeir fyrstu á íslenskum markaði sem eru með 55” snertiskjá og bjóða upp “multi-buy” eða möguleikann á því að kaupa 1-5 vörur í einu.
Móttökurnar hafa verið framúrskarandi og hefur fyrirtækið leitast við að bjóða upp á góða þjónustu við viðskiptavini jafnt sem staðarhaldara.
AG Vending hefur nú haslað sér völl á öðrum sjálfsafgreiðslulausnum og er Snjallskápar.is fyrsta skrefið í því. Er markmið Snjallskápa að bjóða upp á sjálfsafgreiðslulausnir á betra verði en þekkist annarsstaðar og þar með lækka inngangsþröskuldinn fyrir slíkar lausnir. Er reynsla félagsins sú að þeir sem mest þurfa á slíkum lausnum að halda hafa minnsta bolmagnið í dýrar fjárfestingar.
Smelltu hér og kynntu þér Snjallskapar.is.
Framkvæmdastjóri AG Vending ehf. er Helgi Sigurðsson og er hægt að senda allar fyrirspurning á hann varðandi snjallskápa og sjálfsala hér.