AG Vending leigir sjálfsala
AG Vending leigir út sjálfsala fyrir fjölfarna staði eins og skóla, íþróttahús, vinnustaði og verslunarmiðstöðvar.
Sjálfsalar eru frábær leið til að afla tekna og auka þjónustu án mikils tilkostnaðar.
Leiga á sjálfsala er kjörin leið fyrir þá sem vilja selja vörur í sjálfsala án þess að leggja út í þann mikla kostnað sem fylgir því að kaupa tæki, setja það upp og láta það virka. Auk þess sem AG Vending sinnir viðhaldi og ábyrgist að tæki virki sem skyldi á leigutíma.
Við höfum sérhæft okkur í sjálfsölum síðan 2022.
Ný kynslóð sjálfsala árið 2022
Eftir áralanga stöðnun á sjálfsala markaðnum kynnti AG Vending árið 2022 sjálfsala með 55” snertiskjá.
Hægt er setja yfir 250 vörur í tækið og um 50 mismunandi vöru tegundir.
Sjálfsalinn getur afgreitt allt að 5 vörur í einni færslu, eiginleiki sem enginn annar býður uppá.
Sjálfsalinn er gerður úr sterku kaldrúlluðu stáli og skjárinn þolir gríðarlegt álag hvort sem það er hamarshögg eða stóll á flugi!
Sjálfsali með 55” snertiskjá vekur mikla athygli hvar sem er!
Það er ótrúlega einfalt að nota sjálfsalann okkar
Snjallsjálfsali
Í upphafi árs 2025 kynnti AG Vending viðbót í tækjakost sinn, snjallsjálfsala.
Um er að ræða kæliskápa sem opnast með greiðslukorti eða síma. Þegar kort eða sími er borinn að posanum þá er tekin heimildarfærsla og skápurinn opnast. Viðskiptavinur tekur þær vörur sem hann girnist en undir hverri vörukörfu er vog auk myndavéla sem nema hvaða vörur eru teknar út. Þegar viðskiptavinurinn lokar skápnum þá er heimildin nýtt til að skuldfæra heildarupphæð þess sem tekið er.
Stór upplýsingaskjár er í hatti kæliskápsins sem birtir yfirlit yfir þær vörur sem teknar eru. Stafrænir verðmiðar eru í hverri verðkörfu.
Þessi tegund sjálfsala hefur reynst einstaklega vel, mun auðveldara er að fylla á þá en fyrst og fremst selja þeir meira en hefðbundnir sjálfsalar.
Theódór Hjalti Valsson, mannvirkja- og viðburðastjóri Vals
“Rekstur á verslun er höfuðverkur fyrir stjórnendur íþróttafélaga. Með sjálfsala bjóðum við upp á frábæra þjónustu við iðkendur og gesti án mikillar fyrirhafnar.”
Við leggjum metnað okkar í að þú getir selt sem mest af vörum - svo við fáum greidda leigu
Þá getur sjálfsali verið frábær þjónusta við þína gesti. Það eina sem þú þarft að gera er að hafa aðgengilegt rafmagn og wifi .
Þú býður upp á betri þjónustu við gesti þína án fyrirhafnar eða kostnaðar.
AG Vending er með þrjár tegundir sjálfsala í útleigu. Ef þú ert að leita að sjálfsala fyrir sérhæfðari vörur þá getum við útvegað slík tæki eftir þinni forskrift.
Hafðu samband og við skoðum málið!
Stefán Gunnar Sigurðsson
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
Hagaskóli
„Við fengum sjálfsala í skólann hjá okkur til þess að bæta við hollari kostum í flóruna þar sem það var orðið ansi vinsælt að fara í hverfisbúðina í frímínútum og hádegi þar sem óhollari kostir verða oft fyrir valinu. AG vending hefur mætt öllum okkar beiðnum og óskum með jákvæðni að leiðarljósi og erum við mjög þakklát fyrir það góða samstarf. Við mælum hiklaust með AG vending 🙂”
Samstarfsaðilar
Spurt og svarað
-
AG Vending innheimtir bara fast leiguverð. Innifalið í leiguverði er sjálfsali, greiðsluposi og aðgangur að vefumsjónarkerfi þar sem hægt er að fylgjast með sölu, búa til vörur, tilboð og fleira.
Aukakostnaður við þjónustu þriðja aðila, t.d. vegna nettengingar, færslu- og þjónustugjalda vegna kreditkorta o.þ.h. er á ábyrgð leigutaka.
-
Nei, AG Vending tekur ekki neina prósentu eða hlutfall af sölu. Við rukkum fast gjald og ef það gengur vel hjá þér þá græðir þú meira!
-
Leigutímabilið er ótímabundið. Fyrstu þrjá mánuði leigutímabils er eins mánaðar uppsagnarfrestur en þriggja mánaða uppsagnarfrestur að þeim tíma liðnum.
-
AG Vending ábyrgist að tækið virki sem skyldi á meðan leigusambandi stendur. VIð gerum við biluð tæki eða skiptum þeim út leigutaka að kostnaðarlausu.
Hagaskóli
HK
HK
Valur
Skjól
Orkan Miklubraut