AG Vending rekur sjálfsala

AG Vending rekur sjálfsala fyrir fjölfarna staði eins og skóla, íþróttahús, vinnustaði og verslunarmiðstöðvar.

Við komum með tæki, fyllum á og sjáum um allt svo þú getir boðið gestum þínum upp á betri þjónustu án fyrirhafnar.

AG Vending er óháð drykkjaframleiðendum og innflytjendum - við seljum vörurnar sem þú vilt á þínum stað.

Ný kynslóð sjálfsala

Sjálfsali AG Vending er með 55” snertiskjá sem vekur athygli á hvaða stað sem er. 

Hægt er setja yfir 250 vörur í tækið og um 50 mismunandi vöru tegundir. 

Sjálfsalinn getur afgreitt allt að 5 vörur í einni færslu, eiginleiki sem enginn annar býður uppá.

Sjálfsalinn er gerður úr sterku kaldrúlluðu stáli og skjárinn þolir gríðarlegt álag hvort sem það er hamarshögg eða stóll á flugi!

Það er ótrúlega einfalt að nota sjálfsalann okkar

Rekur þú fjölfarin stað, t.d. íþróttahús, stóran vinnustað eða skóla?

Þá getur sjálfsali verið frábær þjónusta við þína gesti. Það eina sem þú þarft að gera er að hafa aðgengilegt rafmagn og wifi, við sjáum um rest.

  • AG Vending kemur með sjálfsala þér að kostnaðarlausu.

  • AG Vending sér um áfyllingu og sölu.

  • Þú býður upp á betri þjónustu við gesti þína án fyrirhafnar eða kostnaðar.

AG Vending getur boðið upp á fjölbreytt úrval í sjálfsölunum sem er sérsniðin að hverri staðsetningu. Við aðlögum okkur að lýðheilsustefnum sveitarfélaga og hússamningum við drykkjarvöruframleiðendur án nokkurra vandræða.

Stefán Gunnar Sigurðsson
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
Hagaskóli

„Við fengum sjálfsala í skólann hjá okkur til þess að bæta við hollari kostum í flóruna þar sem það var orðið ansi vinsælt að fara í hverfisbúðina í frímínútum og hádegi þar sem óhollari kostir verða oft fyrir valinu. AG vending hefur mætt öllum okkar beiðnum og óskum með jákvæðni að leiðarljósi og erum við mjög þakklát fyrir það góða samstarf. Við mælum hiklaust með AG vending 🙂”

Samstarfsaðilar

Spurt og svarað

  • Ef þú ert með fjölfarinn stað þá er líklegt að sjálfsali henti þínum stað. Við metum staðsetningarnar sjálfstætt út frá tekjumöguleikum. Hafðu samband og við könnum málið.

  • Þú þarft ekkert að gera. AG Vending sér um allan rekstur þ.m.t. áfyllingar og viðhald.

  • Almennt séð eru drykkir og snarl til sölu í sjálfsölunum en við lögum úrvalið að hverjum stað fyrir sig. Hægt er að sjá úrval vörutegunda hér fyrir neðan, en þó er ekki um tæmandi talningu að ræða, við erum alltaf til í að aðlaga úrvalið að þörfum hverrar staðsetningar.

  • Eins og er þá bjóðum við einungis uppá okkar þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Möguleiki er þó á því að leigja tæki. Hafðu samband og við skoðum málið.

Drykkir

Prótein vörur

Mjólkurvörur

Kex, kökur o.fl.

Sælgæti